Innlent

Saxi með lægsta tilboð

Lægsta tilboðið barst frá Saxa á Stöðvarfirði, tæpar 80 milljónir, sem er 91% af kostnaðaráætlun. Eitt tilboð barst til viðbótar og var það frá Viðhaldi fasteigna á Eskifirði. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 87 milljónir, sem er samhljóða kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið felst í að byggja við leikskólann tæplega 4.000 fermetra byggingu úr timbri og breyta og endurinnrétta hluta af eldra húsinu, sem er 280 fermetrar. Farið verður nú yfir tilboðin og er stefnt að því að verkið geti hafist sem fyrst. Verklok eru áætluð í lok maí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×