Innlent

Meirihluti kennara vill verkfall

Yfirgnæfandi meirihluti kennara og skólastjóra vill boða verkfall í grunnskólum frá og með 20. september hafi kjarasamningur ekki verið gerður fyrir þann tíma. Leynilegri atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lauk þann 3. júní. 4798 voru á kjörskrá og 92,2% þeirra, eða 4425 manns, greiddu atkvæði. „Já“ sögðu 3392, „nei“ sögðu 333 eða 7,5%. Eitthundrað seðlar voru auðir og ógildir. Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara segir þetta sýna að kennarar standi einhuga að baki forystunni og segist telja miklar líkur á verkfalli eins og staðan sé í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×