Innlent

Reykingabann í haust

Frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum, sambærilegt því sem Írar og Norðmenn hafa lögfest, verður undirbúið í heilbrigðisráðuneytinu í sumar og er stefnt að því að leggja það fram á næsta þingi.

Þessar hugmyndir komu fram í ræðu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á málþingi um reykingar kvenna og karla sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík á föstudag. Málþingið var haldið að frumkvæði verkefnisstjórnar um heilsufar kvenna sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar. Jón Kristjánsson segir að frumvarp um bann við reykingar á veitingahúsum sé í mótun. Þá telur hann að bann við reykingum á veitingahúsum hafi ekki neikvæð áhrif á ferðamennsku. Hann segir að það hafi ekki verið reynslan í þeim löndum sem sett hafa slíkt bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×