Innlent

Varar við uppsöfnun mengunarefna

Það var Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sem benti á að vegna logns og frosthörku ætti sér stað meiri uppsöfnun mengunarefna í Reykjavík þessa dagana en venjulega. "Fólki sem er með öndunarfæraörðugleika og öðrum sem telja sig verða fyrir óþægindum af þessum sökum er ráðlagt að halda sig sem mest  innandyra í dag," sagði í tilkynningu frá stofnuninni. "Þá eru ökumenn beðnir að draga úr akstri eins og kostur er og minnt er á að bíll í lausagangi mengar. Útlit er fyrir að veðurfar haldist óbreytt fram á morgundaginn og því ekki reiknað með að mengunarefnin í lofti minnki fyrr en með morgundeginum. Ekki er um hættuástand að ræða fyrir fullfrískt fólk."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×