Innlent

Norðurlöndin í eina sæng

Norðurlöndin ætla í sameiningu að kynna norrænan lífsstíl, fjölbreytt náttúrulíf og vistvæna orku á heimssýningunni EXPO 2005 sem haldin verður í Japan á næsta ári. Ákvörðun um sameiginlega þátttöku miðar að því að halda kostnaði í skefjum en hann er áætlaður um hálfur milljarður íslenskra króna í heild. Þrátt fyrir sameiginlegt sýningarhald gefst hverri þjóð tækifæri á að kynna sig sér á svonefndum þjóðardögum. Íslenskum fyrirtækjum gefst kostur á að nýta sér aðstöðu í norræna sýningarskálanum til kynningarfunda og viðræðna við fulltrúa asískra fyrirtækja. Þema sýningarinnar verður „Vísdómur náttúrunnar“ og er þess vænst að þátttakan verði til að auka þekkingu Japana og annarra Asíubúa á Íslandi og öðrum Norðurlöndum og styrkja þannig útflutning okkar þangað og hvetja þá til ferðalaga hingað. Búist er við að um 12 milljónir manna muni skoða sýninguna sem á að standa í hálft ár. Utanríkisráðuneytið og útflutningsráð hafa forgöngu um undirbúning af Íslands hálfu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×