Starfa fyrir breskt fyrirtæki 30. nóvember 2004 00:01 Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira