Innlent

Útsvar í Reykjavík hækkað

Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans mun leggja til að útsvarsprósenta næsta árs hækki úr 12,7 í rúm þrettán prósent og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækki úr 0,32% í 0,35%, á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Áætlaður tekjuauki vegna þessa verður notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum. Í því sambandi má geta þess að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar við þá miðlunartillögu sem grunnskólakennarar felldu á dögunum hefði orðið um 900 milljónir króna á næsta ári. Tekjuauki borgarinnar af hækkuðu útsvari er áætlaður um 740 milljónir króna og af hækkuðum fasteignaskatti, til samræmis við nágrannasveitarfélög, um 130 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×