Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur 13. nóvember 2004 00:01 "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
"Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira