Innlent

Breytileg gosvirkni í Grímsvötnum

Virknin í gosstöðvunum í Grímsvötnum hefur verið nokkuð breytileg í nótt og virðist nú heldur minni en í gær, að sögn Veðurstofu.  Um miðnættið dró nokkuð úr krafti gossins, en jókst svo aftur um klukkan 2:30 í nótt og hefur verið nokkuð svipaður síðan. Skjálftavirkni er þar ekki mikil eftir því sem segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Tveir skjálftar um 2 að stærð mældust um tvöleytið í nótt. Sjá nánar á vef Veðurstofunnar Þá hefur nokkur skjálftavirkni verið á Reyjaneshrygg að sögn Veðurstofu og hafa þar mælst nokkrir skjálftar síðan um klukkan 3 í nótt. Skjálftarnir hafa verið 2 til 3 á Richterskala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×