Framsókn hótar stjórnarslitum 14. júlí 2004 00:01 Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira