Framsókn hótar stjórnarslitum 14. júlí 2004 00:01 Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira