Metið á a.m.k. hundruðir milljóna 29. september 2004 00:01 Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira