Innlent

Lengsta pylsa í heimi

Landbúnaðarráðherra óskaði Íslendingum til hamingju með pylsuna - og svo sporðrenndu Kringlugestir lengstu pylsu í heimi. Sótt verður um skráningu á henni í heimsmetabók Guinness sem er 50 ára um þessar mundir. Fyrra heimsmetið var 10,5 metrar og var sett í Suður-Afríku í fyrrahaust. SS og Myllan gerðu í dag tilraun til að slá metið - pylsa í brauði, með öllu að sjálfsögðu. Spennan var í hámarki þegar pylsan var mæld en hún mældist 11 metrar og 90 sentímetrar. Metið fer væntanlega í heimsmetabókina eftir að það hefur verið staðfest samkvæmt ströngum reglum. Og það var margt um manninn í Kringlunni í dag til að fylgjast með því þegar metið var sett, enda stendur pylsan hjartanu nærri eins og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði. Hann fór mikinn að venju og hvatti ungviðið m.a. til að borða mikið af pylsum til að verða stór og sterk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×