Innlent

Aukast mest hjá þeim launalægstu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það einfaldlega rangt að skattar lækki mest hjá hátekjufólki. Ráðstöfunartekjur aukist mest hjá þeim sem minnst hafa og langmest hjá barnafjölskyldum. Hann segir ennfremur að Kyoto-bókunin, sem gerði Íslendingum kleift að losa meiri mengun út í andrúmsloftið, hefði leitt til þess að hægt væri að lækka skatta. Forsætisráðherra flutti ræðu á miðstjórnarfundi Framóknarflokksins í dag þar sem hann ræddi mest skattalækkanirnar. Hann sagði að það hefði verið deilt á stjórnina fyrir að ætla að lækka skatta mest hjá þeim tekjuhærri, en það væri einfaldlega rangt. „Eins og allir sjá munu ráðstöfunartekjur þeirra sem hafa lægri tekjur og miðlungstekjur hækka mest. Ráðstöfunartekjur almennt munu hækka um 4,5% vegna þessara aðgerða en langmest hjá barnafjölskyldum, og barnafjölskyldum meðö millitekjur,“ sagði Halldór. Halldór sagði ennfremur að ekki væri ástæða til að óttast að stöðugleikanum væri ógnað - skattalækkanirnar byggðust á traustum grunni. Og í raun væri sérákvæði Íslendinga í Kyoto-bókuninni, um að fá að losa 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi, forsendan fyrir stóriðju sem hefði aftur leitt til betri efnahags og þar með tækifæra til skattalækkana. Staðreyndin væri sú að stjórnin hafi lagt grunn að því að þetta var mögulegt. Halldór sagði hins vegar að ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar væri staðan önnur og skuggalegri. Þjóðfélagið gæti ekki þolað það; það myndi leiða til verðbólgu sem yrði til þess að rýra kjör allra 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×