Innlent

Tvennar sameiningarkosningar í dag

Tvennar sameiningarkosningar fara fram í dag: atkvæðagreiðsla um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og atkvæðagreiðsla um sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Samstarfsnefnd um sameiningu Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps, í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi, hafði ákveðið að íbúar þessara sveitarfélaga greiddu atkvæði um sameiningu í eitt sveitarfélag. Og samstarfsnefnd um sameiningu Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri-Akraneshrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, í umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi, hafði ákveðið að atkvæðagreiðsla færi fram um sameiningu í eitt sveitarfélag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×