Aukin harka hjá Pútín og Tjetjenum 18. september 2004 00:01 Sífellt meiri harka færist í málflutning Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Rússar íhuga forvarnarstríð, en segja hryðjuverkamennina hafa skilgreint vígvöllinn, sem sé allsstaðar. Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basayev sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði menn á sínum vegum hafa framið hryðjuverkin í smábænum Beslan, þar sem yfir 300 manns týndu lífi. Hann gekkst einnig við fleiri hryðjuverkum á liðnum vikum, gerði grein fyrir kostnaði við þau hryðjuverk, reyndi að réttlæta þau og bar þau saman við kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Nagasaki og Hiroshima í seinni heimsstyrjöldinni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, virðist ætla að láta sverfa til stáls í átökum sínum við hryðjuverkamenn og uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu. Hann sagði í gær til athugunar að gera forvarnarárásir á hryðjuverkamenn. Þau skref yrðu í samræmi við lög og stjórnarskrá Rússlands sem og alþjóðalög. Á honum var þó að skilja, að enginn væri óhultur og vígvöllurinn væri allsstaðar. Það væri ekki ákvörðun yfirvalda að há stríð á þeim forsendum, heldur hefðu hryðjuverkamenn skilgreint vígvöllinn svo. Pútín sakaði einnig Vesturlönd um að vera eftirlát við hryðjuverkamenn, og hræsnisfull. Orð hans eru túlkuð sem lítt dulbúin gagnrýni að kröfur vestrænna stjórnmálaleiðtoga þess efnis, að Rússar setjist að samningaborði með tsjetsjenskum uppreisnarmönnum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Sífellt meiri harka færist í málflutning Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Rússar íhuga forvarnarstríð, en segja hryðjuverkamennina hafa skilgreint vígvöllinn, sem sé allsstaðar. Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basayev sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði menn á sínum vegum hafa framið hryðjuverkin í smábænum Beslan, þar sem yfir 300 manns týndu lífi. Hann gekkst einnig við fleiri hryðjuverkum á liðnum vikum, gerði grein fyrir kostnaði við þau hryðjuverk, reyndi að réttlæta þau og bar þau saman við kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Nagasaki og Hiroshima í seinni heimsstyrjöldinni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, virðist ætla að láta sverfa til stáls í átökum sínum við hryðjuverkamenn og uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu. Hann sagði í gær til athugunar að gera forvarnarárásir á hryðjuverkamenn. Þau skref yrðu í samræmi við lög og stjórnarskrá Rússlands sem og alþjóðalög. Á honum var þó að skilja, að enginn væri óhultur og vígvöllurinn væri allsstaðar. Það væri ekki ákvörðun yfirvalda að há stríð á þeim forsendum, heldur hefðu hryðjuverkamenn skilgreint vígvöllinn svo. Pútín sakaði einnig Vesturlönd um að vera eftirlát við hryðjuverkamenn, og hræsnisfull. Orð hans eru túlkuð sem lítt dulbúin gagnrýni að kröfur vestrænna stjórnmálaleiðtoga þess efnis, að Rússar setjist að samningaborði með tsjetsjenskum uppreisnarmönnum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira