Vilja allt sorp til Þorlákshafnar 28. október 2004 00:01 "Menn hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir og þær eru til skoðunar uppi á borðinu núna," sagði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Ölfusi, sem athugar málið ásamt Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni Sorpu, svo og Ögmund Einarsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þessar hugmyndir eru liður í framtíðarskipulagi sorpmála á Suðurlandi. Ágreiningur hefur verið um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands, en samkomulag til lausnar honum verður kynnt fulltrúum aðildarsveitarfélaganna í dag. Ólafur Áki sagði, að menn væri farnir að horfa á málið í samhengi eftir þetta. "Höfuðborgarsvæðið hefur ekki endalaust pláss í Álfsnesi," sagði hann. "Við höfum bent á að við höfum gott svæði fyrir vestan Þorlákshöfn, þar sem gaman væri að gera stöð sem myndi uppfylla nútímakröfur um eyðingu sorps. Við höfum áhuga á að þetta verði í samstarfi við Landgræðsluna og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Við höfum rætt þetta við yfirmenn sorpmála í Reykjavík og menn eru að skoða þennan möguleika." Ólafur Áki sagði að þessi breyting gæti orðið á næstu 4 - 6 árum. Þá væri ekki verið að tala um að urða allt sorp af þessu stóra svæði, heldur aðeins örlítinn hluta þess. Öðru yrði eytt eða það endurunnið. Hann sagði enn fremur að sorpurðun Sorpstöðvar Suðurlands í Kirkjuferjuhjáleigu yrði þar með úr sögunni, enda ætti hún ekki heima á þessu svæði, þar sem land væri að aukast að verðmætum og mikil uppbygging í gangi. Sá staður væri barn síns tíma. Stórt sorpsamlag á suðvesturhorninu gæti allt eins verið í eigu fyrirtækis eins og sveitarfélaganna. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
"Menn hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir og þær eru til skoðunar uppi á borðinu núna," sagði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Ölfusi, sem athugar málið ásamt Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni Sorpu, svo og Ögmund Einarsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þessar hugmyndir eru liður í framtíðarskipulagi sorpmála á Suðurlandi. Ágreiningur hefur verið um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands, en samkomulag til lausnar honum verður kynnt fulltrúum aðildarsveitarfélaganna í dag. Ólafur Áki sagði, að menn væri farnir að horfa á málið í samhengi eftir þetta. "Höfuðborgarsvæðið hefur ekki endalaust pláss í Álfsnesi," sagði hann. "Við höfum bent á að við höfum gott svæði fyrir vestan Þorlákshöfn, þar sem gaman væri að gera stöð sem myndi uppfylla nútímakröfur um eyðingu sorps. Við höfum áhuga á að þetta verði í samstarfi við Landgræðsluna og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Við höfum rætt þetta við yfirmenn sorpmála í Reykjavík og menn eru að skoða þennan möguleika." Ólafur Áki sagði að þessi breyting gæti orðið á næstu 4 - 6 árum. Þá væri ekki verið að tala um að urða allt sorp af þessu stóra svæði, heldur aðeins örlítinn hluta þess. Öðru yrði eytt eða það endurunnið. Hann sagði enn fremur að sorpurðun Sorpstöðvar Suðurlands í Kirkjuferjuhjáleigu yrði þar með úr sögunni, enda ætti hún ekki heima á þessu svæði, þar sem land væri að aukast að verðmætum og mikil uppbygging í gangi. Sá staður væri barn síns tíma. Stórt sorpsamlag á suðvesturhorninu gæti allt eins verið í eigu fyrirtækis eins og sveitarfélaganna.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira