Innlent

Hitabeltisfiskar á Húsavík

Hitabeltisfiskar hafa fundist í baðlóninu sunnan Húsavíkur, grábláir með svörtum rákum og kallast fanga-siklíður. Náttúrustofa Norðausturlands segir að fiskarnir hafi náð að fjölga sér í lóninu og lifi ágætu lífi en kjörhiti þeirra er 24 gráður. Á vef náttúrustofunnar segir að líklega hafi fiskarnir borist þangað fyrir tilstuðlan manna. Í þessu tilviki sé ljóst að fiskarnir muni ekki dreifa sér annað vegna þess hversu háðir þeir eru háum vatnshita en það sé mjög varhugavert að sleppa framandi lífverum í náttúruna. Alltaf sé hætta á neikvæðum áhrifum, til dæmis með sjúkdómum og sníkjudýrum sem fiskarnir gætu borið með sér eða þróað í nýju vistkerfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×