Eign í stað skulda 14. október 2004 00:01 Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira