Góð rödd gerir gæfumuninn 25. október 2004 00:01 Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga. Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga.
Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira