Kirkjuna skortir umboð að ofan 7. september 2004 00:01 "Prestum er svolítið settur stóllinn fyrir dyrnar með þetta hvað varðar Biblíuna," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindarsókn í Kópavogi, um þau tilmæli nefndar forsætisráðherra til þjóðkirkjunnar að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra, þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu. Séra Guðmundur Karl bendir á að prestar hafi veitt samkynhneigðum, sem gengið hafi í staðfesta sambúð, blessunarathöfn sem sé í ætt við húsblessun og sé hugsuð þannig. "Hjónaband er tenging sem varðar einungis karl og konu. Ég sé því ekki að við getum þetta, ætlum við að vera sjálfum okkar samkvæm. Ég tel kirkjuna skorta umboð til þess að ofan. Þá er ég ekki að tala um veraldlega valdhafa, ég er að tala um Guðs orð. Ég vil samkynhneigðum allt hið besta og fagna þeim réttarbótum sem þeir hafa fengið, meðal annars með því að fá staðfesta samvist. En það er ekki til neitt annað en samband karls og konu sem er innsiglað í hjónabandinu. Ég get ekki séð að maður geti verið sjálfum sér samkvæmur og þeim boðskap sem maður þjónar, geti maður farið svo frjálslega með hjónavígsluna." Guðmundur Karl undirstrikar að þetta hafi alls ekki neitt með fordóma gagnvart samkynhneigðum að gera, þetta viðhorf sé einfaldlega byggt á orði Biblíunnar. Hann kveðst aðspurður ekki trúa því að prestum verði send tilskipun um að veita samkynhneigðum kirkjulega vígslu. "Það hefur komið fram í umræðum innan kirkjunnar að skoðanir eru skiptar," sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Hann á sæti í nefnd á vegum biskups sem fjallar meðal annars um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Séra Jón Helgi sagði að langstærstur hópur presta vildi taka þátt í umræðunni með mjög jákvæðum huga, en hefði ekki gert upp hug sinn. Ýmsir prestar vildu þegar að kirkjan vígði samkynhneigða. Þá væri þriðji hópurinn andvígur því. Jón Helgi kvaðst enn vera í umræðuflokknum. "Kirkjan verður að ræða af alvöru og heiðarleika stöðu samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar og að þessi hópur eigi að njóta þessara réttinda. Jafnframt að kirkjan eigi að styðja við bak þeirra sem vilja búa saman með ábyrgum hætti, sem við segjum að hjónaband sé, svo og staðfest samvist. Kirkjan á að standa við hlið þessa fólks í því lífsmynstri sem það vill velja sér." Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
"Prestum er svolítið settur stóllinn fyrir dyrnar með þetta hvað varðar Biblíuna," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindarsókn í Kópavogi, um þau tilmæli nefndar forsætisráðherra til þjóðkirkjunnar að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra, þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu. Séra Guðmundur Karl bendir á að prestar hafi veitt samkynhneigðum, sem gengið hafi í staðfesta sambúð, blessunarathöfn sem sé í ætt við húsblessun og sé hugsuð þannig. "Hjónaband er tenging sem varðar einungis karl og konu. Ég sé því ekki að við getum þetta, ætlum við að vera sjálfum okkar samkvæm. Ég tel kirkjuna skorta umboð til þess að ofan. Þá er ég ekki að tala um veraldlega valdhafa, ég er að tala um Guðs orð. Ég vil samkynhneigðum allt hið besta og fagna þeim réttarbótum sem þeir hafa fengið, meðal annars með því að fá staðfesta samvist. En það er ekki til neitt annað en samband karls og konu sem er innsiglað í hjónabandinu. Ég get ekki séð að maður geti verið sjálfum sér samkvæmur og þeim boðskap sem maður þjónar, geti maður farið svo frjálslega með hjónavígsluna." Guðmundur Karl undirstrikar að þetta hafi alls ekki neitt með fordóma gagnvart samkynhneigðum að gera, þetta viðhorf sé einfaldlega byggt á orði Biblíunnar. Hann kveðst aðspurður ekki trúa því að prestum verði send tilskipun um að veita samkynhneigðum kirkjulega vígslu. "Það hefur komið fram í umræðum innan kirkjunnar að skoðanir eru skiptar," sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Hann á sæti í nefnd á vegum biskups sem fjallar meðal annars um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Séra Jón Helgi sagði að langstærstur hópur presta vildi taka þátt í umræðunni með mjög jákvæðum huga, en hefði ekki gert upp hug sinn. Ýmsir prestar vildu þegar að kirkjan vígði samkynhneigða. Þá væri þriðji hópurinn andvígur því. Jón Helgi kvaðst enn vera í umræðuflokknum. "Kirkjan verður að ræða af alvöru og heiðarleika stöðu samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar og að þessi hópur eigi að njóta þessara réttinda. Jafnframt að kirkjan eigi að styðja við bak þeirra sem vilja búa saman með ábyrgum hætti, sem við segjum að hjónaband sé, svo og staðfest samvist. Kirkjan á að standa við hlið þessa fólks í því lífsmynstri sem það vill velja sér."
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira