Sænsku konungshjónin í heimsókn 7. september 2004 00:01 Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdi þeim eins og skugginn og hitti sænska konu sem kom prúðbúin utan af landi til að hitta kóng sinn, drottningu og ríkisarfa. Veðrið var íslenskt en kannski ekki fallegt þegar þota sænska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli með konungshjónin klukkan 10 í morgun. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, tók á móti þeim ásamt fleirum. Reyndar var Viktoría krónprinsessa meðal þeirra sem tóku á móti þeim því hún kom með annarri flugvél þar sem konungurinn og ríkisarfinn mega ekki ferðast saman. Hinir tignu gestir fóru rakleitt að Bessastöðum af flugvellinum þar sem íslensku forsetahjónin tóku á móti þeim ásamt hópi grunnskólabarna. Lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna og börnin veifuðu íslenska og sænska fánanum og gestirnir og forsetahjónin heilsuðu upp á þau. Að því loknu var gengið til Bessastaðastofu þar sem var móttaka með fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, embættismönnum og fleirum. Að henni lokinni stilltu gestgjafar og gestir sér upp fyrir myndatökumenn. Það var ekki laust við að eitthvað óljóst væri hver ætti að standa hvar en allt gekk þó vel upp. Að loknum hádegisverði fóru kóngur og krónprinsessa á alþjóðlega loftlagsráðstefnu í Öskju en konungur lagði sitt af mörkum til hennar. Á meðan á því stóð fór Silvia drottning ásamt Dorrit forsetafrú á Barnaspítala Hringsins en heimsóknin þangað var sérstök ósk drottningar. Að sögn þeirra sem sýndu þeim spítalann sýndi hún raunverulegan áhuga á velferð barnanna og spurði eins og sá sem þekkir til málsins. Drottningu og forsetafrú voru færðar gjafir af fulltrúum íslenskrar æsku. Fulltrúar sænsku konungsfjölskyldunnar sameinuðust síðan í Listasafni Íslands þar sem konungur færði forseta formlega mikið glerlistasafn að gjöf en með því er lagður grunnur að hönnunarsafni Íslands sem verður í Garðabæ. Margir af helstu glerlistamönnum Svíþjóðar eiga þar verk. Mörg hundruð Svíar búsettir á Íslandi söfnuðust síðdegis saman í Norræna húsinu þangað sem konungsfjölskyldan kom og hitti landa sína. Gríðarlegur áhugi var hjá hinum íslensku Svíum að hitta þau og myndaðist löng röð. Christina M. Bengtson var ein þeirra og sagðist hafa haft gaman af því. Hún klæddist sænska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og lét sig ekki muna um að skreppa til Reykjavíkur til að hitta konungshjónin en hún býr út á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdi þeim eins og skugginn og hitti sænska konu sem kom prúðbúin utan af landi til að hitta kóng sinn, drottningu og ríkisarfa. Veðrið var íslenskt en kannski ekki fallegt þegar þota sænska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli með konungshjónin klukkan 10 í morgun. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, tók á móti þeim ásamt fleirum. Reyndar var Viktoría krónprinsessa meðal þeirra sem tóku á móti þeim því hún kom með annarri flugvél þar sem konungurinn og ríkisarfinn mega ekki ferðast saman. Hinir tignu gestir fóru rakleitt að Bessastöðum af flugvellinum þar sem íslensku forsetahjónin tóku á móti þeim ásamt hópi grunnskólabarna. Lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna og börnin veifuðu íslenska og sænska fánanum og gestirnir og forsetahjónin heilsuðu upp á þau. Að því loknu var gengið til Bessastaðastofu þar sem var móttaka með fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, embættismönnum og fleirum. Að henni lokinni stilltu gestgjafar og gestir sér upp fyrir myndatökumenn. Það var ekki laust við að eitthvað óljóst væri hver ætti að standa hvar en allt gekk þó vel upp. Að loknum hádegisverði fóru kóngur og krónprinsessa á alþjóðlega loftlagsráðstefnu í Öskju en konungur lagði sitt af mörkum til hennar. Á meðan á því stóð fór Silvia drottning ásamt Dorrit forsetafrú á Barnaspítala Hringsins en heimsóknin þangað var sérstök ósk drottningar. Að sögn þeirra sem sýndu þeim spítalann sýndi hún raunverulegan áhuga á velferð barnanna og spurði eins og sá sem þekkir til málsins. Drottningu og forsetafrú voru færðar gjafir af fulltrúum íslenskrar æsku. Fulltrúar sænsku konungsfjölskyldunnar sameinuðust síðan í Listasafni Íslands þar sem konungur færði forseta formlega mikið glerlistasafn að gjöf en með því er lagður grunnur að hönnunarsafni Íslands sem verður í Garðabæ. Margir af helstu glerlistamönnum Svíþjóðar eiga þar verk. Mörg hundruð Svíar búsettir á Íslandi söfnuðust síðdegis saman í Norræna húsinu þangað sem konungsfjölskyldan kom og hitti landa sína. Gríðarlegur áhugi var hjá hinum íslensku Svíum að hitta þau og myndaðist löng röð. Christina M. Bengtson var ein þeirra og sagðist hafa haft gaman af því. Hún klæddist sænska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og lét sig ekki muna um að skreppa til Reykjavíkur til að hitta konungshjónin en hún býr út á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira