Sænsku konungshjónin í heimsókn 7. september 2004 00:01 Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdi þeim eins og skugginn og hitti sænska konu sem kom prúðbúin utan af landi til að hitta kóng sinn, drottningu og ríkisarfa. Veðrið var íslenskt en kannski ekki fallegt þegar þota sænska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli með konungshjónin klukkan 10 í morgun. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, tók á móti þeim ásamt fleirum. Reyndar var Viktoría krónprinsessa meðal þeirra sem tóku á móti þeim því hún kom með annarri flugvél þar sem konungurinn og ríkisarfinn mega ekki ferðast saman. Hinir tignu gestir fóru rakleitt að Bessastöðum af flugvellinum þar sem íslensku forsetahjónin tóku á móti þeim ásamt hópi grunnskólabarna. Lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna og börnin veifuðu íslenska og sænska fánanum og gestirnir og forsetahjónin heilsuðu upp á þau. Að því loknu var gengið til Bessastaðastofu þar sem var móttaka með fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, embættismönnum og fleirum. Að henni lokinni stilltu gestgjafar og gestir sér upp fyrir myndatökumenn. Það var ekki laust við að eitthvað óljóst væri hver ætti að standa hvar en allt gekk þó vel upp. Að loknum hádegisverði fóru kóngur og krónprinsessa á alþjóðlega loftlagsráðstefnu í Öskju en konungur lagði sitt af mörkum til hennar. Á meðan á því stóð fór Silvia drottning ásamt Dorrit forsetafrú á Barnaspítala Hringsins en heimsóknin þangað var sérstök ósk drottningar. Að sögn þeirra sem sýndu þeim spítalann sýndi hún raunverulegan áhuga á velferð barnanna og spurði eins og sá sem þekkir til málsins. Drottningu og forsetafrú voru færðar gjafir af fulltrúum íslenskrar æsku. Fulltrúar sænsku konungsfjölskyldunnar sameinuðust síðan í Listasafni Íslands þar sem konungur færði forseta formlega mikið glerlistasafn að gjöf en með því er lagður grunnur að hönnunarsafni Íslands sem verður í Garðabæ. Margir af helstu glerlistamönnum Svíþjóðar eiga þar verk. Mörg hundruð Svíar búsettir á Íslandi söfnuðust síðdegis saman í Norræna húsinu þangað sem konungsfjölskyldan kom og hitti landa sína. Gríðarlegur áhugi var hjá hinum íslensku Svíum að hitta þau og myndaðist löng röð. Christina M. Bengtson var ein þeirra og sagðist hafa haft gaman af því. Hún klæddist sænska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og lét sig ekki muna um að skreppa til Reykjavíkur til að hitta konungshjónin en hún býr út á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdi þeim eins og skugginn og hitti sænska konu sem kom prúðbúin utan af landi til að hitta kóng sinn, drottningu og ríkisarfa. Veðrið var íslenskt en kannski ekki fallegt þegar þota sænska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli með konungshjónin klukkan 10 í morgun. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, tók á móti þeim ásamt fleirum. Reyndar var Viktoría krónprinsessa meðal þeirra sem tóku á móti þeim því hún kom með annarri flugvél þar sem konungurinn og ríkisarfinn mega ekki ferðast saman. Hinir tignu gestir fóru rakleitt að Bessastöðum af flugvellinum þar sem íslensku forsetahjónin tóku á móti þeim ásamt hópi grunnskólabarna. Lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna og börnin veifuðu íslenska og sænska fánanum og gestirnir og forsetahjónin heilsuðu upp á þau. Að því loknu var gengið til Bessastaðastofu þar sem var móttaka með fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, embættismönnum og fleirum. Að henni lokinni stilltu gestgjafar og gestir sér upp fyrir myndatökumenn. Það var ekki laust við að eitthvað óljóst væri hver ætti að standa hvar en allt gekk þó vel upp. Að loknum hádegisverði fóru kóngur og krónprinsessa á alþjóðlega loftlagsráðstefnu í Öskju en konungur lagði sitt af mörkum til hennar. Á meðan á því stóð fór Silvia drottning ásamt Dorrit forsetafrú á Barnaspítala Hringsins en heimsóknin þangað var sérstök ósk drottningar. Að sögn þeirra sem sýndu þeim spítalann sýndi hún raunverulegan áhuga á velferð barnanna og spurði eins og sá sem þekkir til málsins. Drottningu og forsetafrú voru færðar gjafir af fulltrúum íslenskrar æsku. Fulltrúar sænsku konungsfjölskyldunnar sameinuðust síðan í Listasafni Íslands þar sem konungur færði forseta formlega mikið glerlistasafn að gjöf en með því er lagður grunnur að hönnunarsafni Íslands sem verður í Garðabæ. Margir af helstu glerlistamönnum Svíþjóðar eiga þar verk. Mörg hundruð Svíar búsettir á Íslandi söfnuðust síðdegis saman í Norræna húsinu þangað sem konungsfjölskyldan kom og hitti landa sína. Gríðarlegur áhugi var hjá hinum íslensku Svíum að hitta þau og myndaðist löng röð. Christina M. Bengtson var ein þeirra og sagðist hafa haft gaman af því. Hún klæddist sænska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og lét sig ekki muna um að skreppa til Reykjavíkur til að hitta konungshjónin en hún býr út á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira