Frambjóðendur á kjörstað 26. júní 2004 00:01 Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira