Innlent

Margar nýjar sjávardýrategundir

Fjörutíu nýjar tegundir af sjávardýrum hafa fundist undanfarið við Íslandsstrendur. Þar að auki hafa uppgötvast hundruð tegunda sem menn vissu ekki að lifðu hér við land. Hópur vísindamanna hefur undanfarið unnið að einu umfangsmesta rannsóknarverkefni sem fram hefur farið í sjó við Ísland á undanförnum árum. Markmiðið var að leita að hinu óþekkta, kanna nýjar tegundir og samsetningu lífríkisins. Jörundur Svavarsson prófessor segir nærri fjörutíu nýjar tegundir af sjávardýrum hafa fundist undanfarið við Íslandsstrendur, t.d. smávaxnir burstaormar og eins konar marflær. Þar að auki hafi fundist um 800 dýrategundir sem ekki hafi verið þekkt til áður innan íslensku efnahagslögsögunnar. Nokkur munur er á tegundum sunnan og norðan við landið. Það er vegna neðansjávarhryggjar sem liggur austan úr landinu. Hvor sínu megin við hrygginn er fjögur þúsund metra dýpi. Jörundur segir hrygginn líklega einn merkilegasta „dýralandafræðilega þröskuld“ í Atlantshafinu og gerir svæðið mjög forvitnilegt til rannsókna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×