Innlent

Frír póstur fyrir lófatölvusíma

Tæknifyrirtækið Hot Mobile Mail, sem er starfrækt í Bolungarvík, býður viðskiptavinum sínum ókeypis aðgang að þráðlausum tölvupósti fyrir lófatölvusíma. Tekjur fyrirtækisins koma frá auglýsendum sem auglýsa í póstkerfi þess. Kerfið gagnast hvort tveggja viðskiptavinum OgVodafone og Símans, að því gefnu að þeir séu eigendur lófatölvusíma. Það var Einar K. Guðfinnsson þingmaður sem sendi fyrsta skeytið við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×