Talíbanar hóta frekari árásum 23. október 2004 00:01 Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira