Talíbanar hóta frekari árásum 23. október 2004 00:01 Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira