Bændur ekki búnir undir breytingar 20. júní 2004 00:01 "Margir íslenskir bændur eru alls ekki búnir undir miklar breytingar sem verða á þeirra högum ef stuðningur stjórnvalda breytist eða minnkar í framtíðinni," segir Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ný skýrsla Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, gefur til kynna að styrkir til landbúnaðarins hérlendis séu með því hæsta sem gerist í heiminum og telja ýmsir að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á að halda slíkum stuðningi áfram gagnvart alþjóðlegum aðilum. Í skýrslunni kemur fram að íslensk meðalfjölskylda greiðir sem svarar rúmlega 200 þúsund krónum beinlínis til styrktar landbúnaði hér á landi, sem þó virðist duga skammt þar sem fjölmargir bændur hafa lítið upp úr krafsinu. Ari segir að allar gagnrýnisraddir séu af hinu góða enda engin kerfi svo góð að ekki megi endurskoða þau annað slagið. "Nú veit ég ekki hvernig OECD fær út þessar tölur en ég get bent á að það sem flokkast undir landbúnað hér á Íslandi er mun víðtækara en erlendis. Þannig eru styrkir Dana til dæmis eingöngu til ræktunar og slátrunar dýra en hér flokkast umhverfismál og skólamál einnig inn í landbúnaðinn. Bændaskólinn á Hvanneyri heyrir þannig undir landbúnað en ekki menntun og vera má að þetta skekki myndina." Ari er hins vegar ekki í neinum vafa um að erlendur þrýstingur gegn hérlendum stjórnvöldum muni aukast í framtíðinni og gefa verði eftir í stuðningi og höftum ýmiss konar. "Þessi mál er einmitt verið að ræða þessa dagana við erlend ríki en burtséð frá útkomunni er klárt að mjög margir reiða sig á stuðning ríkisins og hafa ekki búið í haginn fyrir breytingar eða skerðingar á þeim stuðningi. Þannig eru dæmi um offjárfestingar víða í geiranum og það liggur fyrir að slíkir aðilar munu berjast í bökkum í framtíðinni." Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
"Margir íslenskir bændur eru alls ekki búnir undir miklar breytingar sem verða á þeirra högum ef stuðningur stjórnvalda breytist eða minnkar í framtíðinni," segir Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ný skýrsla Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, gefur til kynna að styrkir til landbúnaðarins hérlendis séu með því hæsta sem gerist í heiminum og telja ýmsir að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á að halda slíkum stuðningi áfram gagnvart alþjóðlegum aðilum. Í skýrslunni kemur fram að íslensk meðalfjölskylda greiðir sem svarar rúmlega 200 þúsund krónum beinlínis til styrktar landbúnaði hér á landi, sem þó virðist duga skammt þar sem fjölmargir bændur hafa lítið upp úr krafsinu. Ari segir að allar gagnrýnisraddir séu af hinu góða enda engin kerfi svo góð að ekki megi endurskoða þau annað slagið. "Nú veit ég ekki hvernig OECD fær út þessar tölur en ég get bent á að það sem flokkast undir landbúnað hér á Íslandi er mun víðtækara en erlendis. Þannig eru styrkir Dana til dæmis eingöngu til ræktunar og slátrunar dýra en hér flokkast umhverfismál og skólamál einnig inn í landbúnaðinn. Bændaskólinn á Hvanneyri heyrir þannig undir landbúnað en ekki menntun og vera má að þetta skekki myndina." Ari er hins vegar ekki í neinum vafa um að erlendur þrýstingur gegn hérlendum stjórnvöldum muni aukast í framtíðinni og gefa verði eftir í stuðningi og höftum ýmiss konar. "Þessi mál er einmitt verið að ræða þessa dagana við erlend ríki en burtséð frá útkomunni er klárt að mjög margir reiða sig á stuðning ríkisins og hafa ekki búið í haginn fyrir breytingar eða skerðingar á þeim stuðningi. Þannig eru dæmi um offjárfestingar víða í geiranum og það liggur fyrir að slíkir aðilar munu berjast í bökkum í framtíðinni."
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira