Hafnar beitingu fjölmiðla í málinu 21. júlí 2004 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. Jón Ásgeir keypti allar eigur Jóns Ólafssonar í nóvember síðastliðnum, þar með talin Norðurljós, sem þá rak m.a. Stöð 2, Sýn og ýmsar útvarpsstöðvar. Áður hafði Jón Ásgeir keypt sig inn í Fréttablaðið og DV en í janúar á þessu ári sameinuðust allir miðlarnir undir hatt Norðurljósa, ásamt fleiri fyrirtækjum. Eigendur og stjórnendur Norðurljósa hafa, frá því fyrsta fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram, sagt að því væri beint gegn fyrirtækinu, enda hefði þurft að skipta því upp ef lögin hefðu náð fram að ganga. Það er engin launung að andað hefur köldu á milli Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra síðustu misserin og hafa ýmsir séð samhengi þar á milli. Aðspurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðuna í fjölmiðlamálinu segist Jón Ásgeir halda að þetta sé góð niðurstaða fyrir alla. Hann segist ekki líta svo á að hann hafi „unnið sigur“ í málinu heldur sé það sigur fyrir alla að málið sé skoðað ofan í kjölinn og allir málsaðilar fái að koma að lagasetningu fjölmiðla. Honum finnst málið hafa verið persónugert ansi mikið. Jón Ásgeir segist ekki kannast við að hafa rekið einhverja pólitík í málinu. Aðspurður hvort hann hyggist eiga áfram hlut í fjölmiðlum segist Jón hafa áhuga á því, enda sjái hann ýmis tækifæri fólgin í því. Hann segist helst vilja sjá fyrirtæki eins og Norðurljós skráð á hlutabréfamarkað sem almenningshlutafélag. Spurður hvort hann búist við að það gangi eftir á næsta ári, eins og talað var um sl. vetur, segir Jón Ásgeir nýja stöðu komna upp í því máli sem gæti gert það að veruleika. Hægt er að hlusta á viðtal við Jón Ásgeir úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. Jón Ásgeir keypti allar eigur Jóns Ólafssonar í nóvember síðastliðnum, þar með talin Norðurljós, sem þá rak m.a. Stöð 2, Sýn og ýmsar útvarpsstöðvar. Áður hafði Jón Ásgeir keypt sig inn í Fréttablaðið og DV en í janúar á þessu ári sameinuðust allir miðlarnir undir hatt Norðurljósa, ásamt fleiri fyrirtækjum. Eigendur og stjórnendur Norðurljósa hafa, frá því fyrsta fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram, sagt að því væri beint gegn fyrirtækinu, enda hefði þurft að skipta því upp ef lögin hefðu náð fram að ganga. Það er engin launung að andað hefur köldu á milli Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra síðustu misserin og hafa ýmsir séð samhengi þar á milli. Aðspurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðuna í fjölmiðlamálinu segist Jón Ásgeir halda að þetta sé góð niðurstaða fyrir alla. Hann segist ekki líta svo á að hann hafi „unnið sigur“ í málinu heldur sé það sigur fyrir alla að málið sé skoðað ofan í kjölinn og allir málsaðilar fái að koma að lagasetningu fjölmiðla. Honum finnst málið hafa verið persónugert ansi mikið. Jón Ásgeir segist ekki kannast við að hafa rekið einhverja pólitík í málinu. Aðspurður hvort hann hyggist eiga áfram hlut í fjölmiðlum segist Jón hafa áhuga á því, enda sjái hann ýmis tækifæri fólgin í því. Hann segist helst vilja sjá fyrirtæki eins og Norðurljós skráð á hlutabréfamarkað sem almenningshlutafélag. Spurður hvort hann búist við að það gangi eftir á næsta ári, eins og talað var um sl. vetur, segir Jón Ásgeir nýja stöðu komna upp í því máli sem gæti gert það að veruleika. Hægt er að hlusta á viðtal við Jón Ásgeir úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira