Innlent

40 árekstrar í dag

Að minnsta kosti fjörutíu árkestrar urðu á höfuðborgarsvæðinu eftir að snjóa tók í gær. Flestir voru þeir minniháttar og ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í þeim. Snjóruðningstæki voru á þönum langt fram á kvöld og byrjuðu aftur snemma í morgun. Með morgninum fór að hvessa á höfuðborgarsvæðinu þannig að kóf verður í vindhviðum. Það er til dæmis þreifandi blint í hviðum á Hellisheiði og sama er að segja í grennd við Borgarnes. Snjóþekja og hálka er á vegum um allt land og verið er að hreinsa heiðar norðanlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×