Láta ekki hótanir stoppa sig 20. október 2004 00:01 Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. Yfirlýsing sem ritstjórarnir sendu frá sér í dag er svohljóðandi: „ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa starfsfólki DV og fjölskyldum þeirra borist hótanir frá óþjóðalýð sem veður uppi í samfélaginu og ofsækir borgarana. DV hefur fjallað um þessa menn og fórnarlömb þeirra og mun ekki láta af þeirri umfjöllun. Í hádeginu í dag, miðvikudag, ruddust inn á ritstjórn DV þrír menn og vildu ná tali af ritstjóra DV. Réðust þeir á fréttastjóra blaðsins og hrintu niður hillum eftir að þeir voru beðnir að yfirgefa skrifstofur DV þar sem ritstjórinn væri ekki viðlátinn. Ekki er vitað hvað þessum mönnum gekk til. Allt þetta hefur verið kært til lögreglu. Skemmst er að minnast þess að ritstjóri DV óskaði á dögunum eftir nálgunarbanni á þekktan handrukkara. Það hefur ekki fengist. Allir þessir menn sem veist hafa að starfsfólki DV, hótað þeim eða fjölskyldum þeirra, ganga lausir. En eins og komið hefur fram í DV virðist lögreglan lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi sem eru enn sem fyrr frjálsir ferða sinna. Þeir hika margir hverjir ekki við að berja borgara með stálröri skuldi þeir húsaleigu, taka fjölskyldur meintra skuldara í gíslingu og ráðast á afa og ömmu, pabba og mömmu og hóta að gera jafnvel smábörnum mein. Og yfirvöld virðast eiga fá eða engin úrræði til að bregðast við ástandinu. DV mun hins vegar halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein í blaðinu á morgun, sem og aðra daga. Meira höfum við ekki um málið að segja að svo stöddu." Virðingarfyllst, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. Yfirlýsing sem ritstjórarnir sendu frá sér í dag er svohljóðandi: „ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa starfsfólki DV og fjölskyldum þeirra borist hótanir frá óþjóðalýð sem veður uppi í samfélaginu og ofsækir borgarana. DV hefur fjallað um þessa menn og fórnarlömb þeirra og mun ekki láta af þeirri umfjöllun. Í hádeginu í dag, miðvikudag, ruddust inn á ritstjórn DV þrír menn og vildu ná tali af ritstjóra DV. Réðust þeir á fréttastjóra blaðsins og hrintu niður hillum eftir að þeir voru beðnir að yfirgefa skrifstofur DV þar sem ritstjórinn væri ekki viðlátinn. Ekki er vitað hvað þessum mönnum gekk til. Allt þetta hefur verið kært til lögreglu. Skemmst er að minnast þess að ritstjóri DV óskaði á dögunum eftir nálgunarbanni á þekktan handrukkara. Það hefur ekki fengist. Allir þessir menn sem veist hafa að starfsfólki DV, hótað þeim eða fjölskyldum þeirra, ganga lausir. En eins og komið hefur fram í DV virðist lögreglan lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi sem eru enn sem fyrr frjálsir ferða sinna. Þeir hika margir hverjir ekki við að berja borgara með stálröri skuldi þeir húsaleigu, taka fjölskyldur meintra skuldara í gíslingu og ráðast á afa og ömmu, pabba og mömmu og hóta að gera jafnvel smábörnum mein. Og yfirvöld virðast eiga fá eða engin úrræði til að bregðast við ástandinu. DV mun hins vegar halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein í blaðinu á morgun, sem og aðra daga. Meira höfum við ekki um málið að segja að svo stöddu." Virðingarfyllst, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira