Innlent

Nýr umhverfisráðherra

Siv Friðleifsdóttir afhenti Sigríði Önnu Þórðardóttur lykla að umhverfisráðuneytinu síðdegis í gær og voru þeir festir í kippu á rjúpufæti. Siv sagðist hafa ráðlagt arftaka sínum að halda fast í umdeilt þriggja ára rjúpnaveiðibann enda hefði nýleg rannsókn rennt stoðum undir bannið. Sigríður Anna er sjöundi ráðherra sjálfstæðismanna en Siv hverfur úr ríkisstjórn enda gefa framsóknarmenn einn ráðherrastól eftir. Siv var þó hvergi bangin þegar hún lét af embætti í gær og sagðist eiga jafna möguleika og hver annar þegar ríkisstjórnin verður stokkuð upp að nýju ári fyrir kosningar, eins og Halldór Ásgrímsson hefur boðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×