Framsóknarkonur fjölga sér 15. september 2004 00:01 Una María Óskarsdóttir stóð í gær upp úr stóli aðstoðarmanns umhverfisráðherra og sest undir stýri á tveggja ára gömlum Toyota Land Cruiser jeppa. Förinni er heitið hringinn í kringum landið og er ætlunin að fá nýjar konur til liðs við flokkinn og efla þær sem fyrir eru. Landssamband framsóknarkvenna stendur fyrir ferðinni en á fundi sambandsins í ágústlok var samþykkt að hvetja konur og aðra jafnréttissinna innan flokksins til að stuðla að fjölgun kvenna í öllu flokksstarfi. Var fundurinn haldinn þegar ljóst var að Siv Friðleifsdóttir viki úr ríkisstjórn og framsóknarkonum í ríkisstjórn fækkaði um helming. Una María segir að nákvæm ferðaáætlun liggi ekki fyrir, verið sé að yfirfara bílinn góða og ákveða undir hvaða slagorði skuli farið. Á heimasíðu framsóknarkvenna, lfk.is, er auglýst eftir slagorði en þegar hafa nokkur borist. Má þar nefna: Framsóknarkonur - til áhrifa! Konur - fram til áhrifa! Brjótumst til valda! Áfram framsóknarstelpur! Áfram framsóknarkonur! Konur - framsóknar - til áhrifa! Framsóknarkonur - við erum flokkurinn! og Framsókn - konur til áhrifa! Fyrir síðustu sveitastjórnakosningar stóð landssambandið fyrir fundarferð til að fjölga konum í sveitastjórnum. Var þá farið um landið undir kjörorðinu; Kveikjum í konum. Una María reiknaði með að lagt yrði í hann fljótlega eftir helgi og vonast hún eftir góðum árangri herferðarinnar. Fréttir Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Una María Óskarsdóttir stóð í gær upp úr stóli aðstoðarmanns umhverfisráðherra og sest undir stýri á tveggja ára gömlum Toyota Land Cruiser jeppa. Förinni er heitið hringinn í kringum landið og er ætlunin að fá nýjar konur til liðs við flokkinn og efla þær sem fyrir eru. Landssamband framsóknarkvenna stendur fyrir ferðinni en á fundi sambandsins í ágústlok var samþykkt að hvetja konur og aðra jafnréttissinna innan flokksins til að stuðla að fjölgun kvenna í öllu flokksstarfi. Var fundurinn haldinn þegar ljóst var að Siv Friðleifsdóttir viki úr ríkisstjórn og framsóknarkonum í ríkisstjórn fækkaði um helming. Una María segir að nákvæm ferðaáætlun liggi ekki fyrir, verið sé að yfirfara bílinn góða og ákveða undir hvaða slagorði skuli farið. Á heimasíðu framsóknarkvenna, lfk.is, er auglýst eftir slagorði en þegar hafa nokkur borist. Má þar nefna: Framsóknarkonur - til áhrifa! Konur - fram til áhrifa! Brjótumst til valda! Áfram framsóknarstelpur! Áfram framsóknarkonur! Konur - framsóknar - til áhrifa! Framsóknarkonur - við erum flokkurinn! og Framsókn - konur til áhrifa! Fyrir síðustu sveitastjórnakosningar stóð landssambandið fyrir fundarferð til að fjölga konum í sveitastjórnum. Var þá farið um landið undir kjörorðinu; Kveikjum í konum. Una María reiknaði með að lagt yrði í hann fljótlega eftir helgi og vonast hún eftir góðum árangri herferðarinnar.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði