Ríkið tekur 84% af vodkaflösku 15. september 2004 00:01 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira