Rekinn úr draumadjobbinu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 13:29 Sveppi hefur komið víða við á sínum magnaða ferli sem sjónvarpsmaður. vísir/vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sveppi sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp TV og síðan þá hefur hann leikið í grínþáttum, kvikmyndum, á sviði og gert ótal þáttaraðir í íslensku sjónvarpi. Það hefur alltaf verið draumur Sveppa að lesa inn á teiknimyndir og fékk hann einu sinn stóra tækifærið. „Mig langaði alltaf að verða leikari því mér fannst svo sjarmerandi að tala inn á teiknimyndir,“ segir Sverrir Þór í þættinum sem hefur aðeins einu sinni fengið að tala inn á teiknimynd. „Ég hef einu sinni verið beðinn um að koma og tala inn á teiknimynd og þá var það vinur minn hann Gunnar Árnason hljóðmaður. Hann fékk mig í prufu, því þú þarft að koma í prufu ef þetta er Disney mynd eða eitthvað þannig. Ég fór í prufu og þeim leyst ágætlega á mig, mönnunum út í útlöndunum. Ég mætti til Gunna félaga og var hjá honum í fimm klukkutíma að lesa inn á teiknimynd og það var ógeðslega gaman. Svo hringdi hann í mig daginn eftir og sagði, Sveppi þetta var ekki alveg nægilega gott og ég ætla bara láta þig vita að ég hringdi í Ladda og hann kom í morgun og gerði þetta á klukkutíma. Og ég var þá rekinn.“ Í þættinum hér að neðan ræðir Sveppi einnig um ferlinn sinn í fjölmiðlum, um það þegar bróðir hans lést af slysförum þegar Sverrir var sjö ára, um fjölskyldulífið, um frægðina, vináttu hans við Eið Smára, kosti hans og galli, komandi verkefni og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sveppi sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp TV og síðan þá hefur hann leikið í grínþáttum, kvikmyndum, á sviði og gert ótal þáttaraðir í íslensku sjónvarpi. Það hefur alltaf verið draumur Sveppa að lesa inn á teiknimyndir og fékk hann einu sinn stóra tækifærið. „Mig langaði alltaf að verða leikari því mér fannst svo sjarmerandi að tala inn á teiknimyndir,“ segir Sverrir Þór í þættinum sem hefur aðeins einu sinni fengið að tala inn á teiknimynd. „Ég hef einu sinni verið beðinn um að koma og tala inn á teiknimynd og þá var það vinur minn hann Gunnar Árnason hljóðmaður. Hann fékk mig í prufu, því þú þarft að koma í prufu ef þetta er Disney mynd eða eitthvað þannig. Ég fór í prufu og þeim leyst ágætlega á mig, mönnunum út í útlöndunum. Ég mætti til Gunna félaga og var hjá honum í fimm klukkutíma að lesa inn á teiknimynd og það var ógeðslega gaman. Svo hringdi hann í mig daginn eftir og sagði, Sveppi þetta var ekki alveg nægilega gott og ég ætla bara láta þig vita að ég hringdi í Ladda og hann kom í morgun og gerði þetta á klukkutíma. Og ég var þá rekinn.“ Í þættinum hér að neðan ræðir Sveppi einnig um ferlinn sinn í fjölmiðlum, um það þegar bróðir hans lést af slysförum þegar Sverrir var sjö ára, um fjölskyldulífið, um frægðina, vináttu hans við Eið Smára, kosti hans og galli, komandi verkefni og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira