Lífið

Amman helsta fyrir­mynd tískudrottningar Reykja­víkur

„Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn.

Tíska og hönnun

Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig

Söngkonan Erna Þórarinsdóttir og arkitektinn Þorsteinn Geirharðsson gengu í hjónaband 16. ágúst síðastliðinn. Brúðkaupsveislan var lífleg og gleðileg þar fallegar ræður og tónlistaratriði settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið

Sann­færði Balta um að snúa aftur

Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. 

Bíó og sjónvarp

„Pylsa“ sækir í sig veðrið

Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum.

Lífið

Ó­mót­stæði­leg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar

Þó svo að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri og því kjörið að kveikja á grillinu og bjóða góðum gestum í mat. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deildi uppskrift að ljúffengum ítalskum steikarsamlokum sem gætu auðveldlega ratað á matseðil ítalsks veitingahúss.

Lífið

Opnar sig um svip­legt frá­fall eigin­mannsins

Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum.

Lífið

Langömmulán hjá Eddu Björg­vins

Leikkonan ástsæla, Edda Björgvinsdóttir, eignaðist langömmubarn fyrr í sumar. Dótturdóttir hennar, Sara Ísabella Guðmundsdóttir, eignaðist stúlku 24. júní ásamt kærasta sínum, Aðalsteini Leifi Maríusyni. Edda segir Gísla Rúnar vaka yfir englinum nýja.

Lífið

Kemur út sem pankynhneigð

Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar.

Lífið

„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“

„Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti.

Lífið

Ein­faldar leiðir til að róa tauga­kerfið

Streita er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og getur haft áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu okkar. Með nokkrum einföldum ráðum er hægt að róa taugakerfið og koma í veg fyrir að streitan hafi of mikil áhrif á okkar daglega líf.

Lífið

Nýju fötin for­setans

Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu.

Lífið

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist

Dúnmjúkir pizzasnúningar

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og Gersemar, deildi nýverið gómsætri uppskrift að pizzasnúningum sem er tilvalið að baka og frysta til að eiga í nesti fyrir krakkana í vetur. Þeir eru dúnmjúkir, bragðgóðir og hverfa jafn fljótt og þeir koma úr ofninum.

Lífið

Fá­klædd og glæsi­leg við sund­laugar­bakkann

Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina.

Lífið

Sunn­eva veltir Evu Ruzu úr sessi

Sunneva Eir Einarsdóttir er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda í ár og hefur hún þar með velt Evu Ruzu Miljevic úr efsta sætinu. Á eftir þeim koma Birgitta Líf Björnsdóttir, Páll Orri Pálsson og Reynir Bergmann.

Lífið