Innlent

Réðst á annan með skóflu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir.

Innlent

Harður á­rekstur á Suður­landi

Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur.

Innlent

Al­elda bíll á Dalvegi

Eldur kviknaði í bíl á Dalvegi í Kópavogi rétt eftir klukkan eitt. Bifreiðin er á bílastæði Restor Car Bifreiðaverkstæðisins.

Innlent

Ó­sann­gjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaup­endum

Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum.

Innlent

Er­lend net­verslun eykst og ögur­stund hjá stelpunum okkar

Erlend netverslun jókst verulega í október og hefur vörum frá Kína fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent

30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda

Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu.

Innlent

Brotist inn hjá Viðeyjarferju

Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu.

Innlent

Óttast að skóg­rækt leggist nánast af

Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum.

Innlent

Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent

Tæp­lega tveggja milljóna króna gjöf frá kvenfélögunum í Flóahreppi

Kvenfélögin þrjú, sem starfrækt eru í Flóahreppi komu færandi hendi til Sigurhæða á Selfossi í vikunni og gáfu starfseminni 1,7 milljón króna, sem er ágóði af basar félaganna nýlega. Sigurhæðir er fyrsta og eina samhæfða þjónustan við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku samfélagi. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá.

Innlent

Breytingarnar von­brigði sem bitni á fram­halds­skóla­nemum

Vegagerðin hefur kynnt breytt leiðakerfi á landsbyggðinni sem meðal annars felast í fækkun stoppistöðva. Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum þar sem ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn stoppi á Ásbrú. Íbúar hafa efnt til undirskriftarlista en þau telja að breytingin bitni á framhaldsskólanemum og geti jafnvel leitt til brottfalls.

Innlent

Lýsir al­gjöru öryggis­leysi eftir blauta tusku í and­litið

Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn.

Innlent