Innlent

Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi

Íslenska ríkið er eigandi vatnsréttinda jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi, sem er í eigu ítalska barónsins Felix von Longo-Liebenstein. Baróninn hefur samið við orkufyrirtæki um sölu afnota vatnsréttindanna vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Umtalsverðir fjármunir voru undir í málinu og ríkið hefur lýst því yfir að það muni ganga inn í samninginn.

Innlent

Hart tekist á um um­deildar aug­lýsingar SFS

Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum.

Innlent

Skiljan­legt að málið veki upp miklar og erfiðar til­finningar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 

Innlent

Fjöldi her­skipa við Reykja­víkur­höfn

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í gærmorgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Innlent

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent

Sýknaður af á­kæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ.

Innlent

Ó­sáttur Banda­ríkja­for­seti og sumar­sól

Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Ár­mann Leifs­son nýr for­seti Röskvu

Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Innlent

Svara á­kalli for­eldra

Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. 

Innlent

Leigu­bíl­stjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun

Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Innlent

Kastaði eggjum í bíl

Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki.

Innlent

„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun.

Innlent

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent