Erlent

Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum

Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið.

Erlent

Íransforseta boðið til Rússlands

Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið.

Erlent

Myrti eiginkonu sína í réttarsal

Þrír létust og tveir særðust þegar albanskur karlmaður hóf skothríð inni í réttarsal í borginni Reggio Emilia á Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem létust var kona mannsins en réttarhöld í skilnaðarmáli þeirra hjóna stóðu yfir þegar maðurinn skaut hana.

Erlent

Bretar íhuga að gera tilkall til svæða við Suðurskautslandið

Bresk stjórnvöld íhuga nú að gera tilkall til yfirráðar yfir hafsvæði við Suðurskautslandið sem er um milljón ferkílómetrar að stærð. Með því vilja Bretar tryggja hagsmuni sína á svæðinu en frestur til að gera tilkalla til svæða við Suðurskautslandið rennur út í maímánuði árið 2009.

Erlent

Nærri 8 þúsund prósent verðbólga

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabwe jókst um nærri 1.500 prósentustig í síðastliðnum mánuði. Verðbólgan mælist nú 7.982,1 prósent og hefur aldrei verið hærri.

Erlent

Bhutto snýr aftur til Pakistan

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hyggst snúa aftur til heimalands síns á morgun eftir nærri átta ára sjálfskipaða útlegð. Þetta kom fram í máli Bhutto á blaðamannafundi í Dubai í morgun.

Erlent

Sænskar orrustuþotur til Tælands

Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins.

Erlent

Engar myndir fundust af Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um Madeleine McCann meðal efnis á 150 tölvum grunaðra barnaníðinga . Vonast hafði verið til að komast á snoðir um hvarf stúlkunnar í tengslum við stærstu rannsókn lögreglunnar á barnaníðingum í landinu til þessa.

Erlent

Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti

Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum.

Erlent

Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu

Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt.

Erlent

Fjögurra hæða risaeðla

Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur.

Erlent

Andvaka sebrafiskar

Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum.

Erlent