Erlent

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Erlent

Skutu gúmmikúlum á mótmælendur í Madrid

Minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í mótmælum við alþingishúsið í Madríd á Spáni í kvöld auk þess sem lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Upp úr sauð þegar mótmælendur eiga að hafa reynt að rífa niður grindverk sem skilur mótmælendur að frá þinghúsinu.

Erlent

Fríblað að ganga "landsblaði“ Ísraela af dauðu

Ísraelska dagblaðið Maariv daily er á síðasta snúningi ef marka má frétt fréttaveitu AP en þar kemur fram að hið 64 ára gamla dagblað, sem er þekkt í Ísrael sem "landsblaðið", hafi verið selt til keppinautar og nú blasir við að um tvö þúsund starfsmönnum blaðsins verið sagt upp.

Erlent

Hulunni svipt af langlífi geldinga

Ný rannsókn í Suður Kóreu hefur leitt í ljós afhverju geldingar lifa mun lengur en aðrir menn eða allt að 19 árum að meðaltali. Rannsóknin varpar einnig ljósi á afhverju konur lifa yfirleitt lengur en karlar.

Erlent

Predikarinn Abu Hamza verður framseldur

Undirbúningur er hafinn að því að framselja hinn róttæka predikara Abu Hamza frá Bretlandi til Bandaríkjanna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni hans um áfrýjun á málinu.

Erlent

Kökusneið úr konunglegu brúðkaupi til sölu á uppboði

Nú er hægt að bjóða í eina af þeim 650 kökusneiðum sem í boði voru í brúðkaupi ársins, á vefsíðunni PFC Actions. Að sjálfsögðu erum við að tala um konunglegt brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge en brúðkaupið fór fram í apríl síðastliðnum.

Erlent

Brahimi heldur í veika von

Mahmoud Ahmadinejad, forsætisráðherra Írans, notaði tækifærið til að skjóta á Bandaríkin og Ísrael þegar hann steig í ræðustól á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Erlent

Zombí-býflugur valda heilabrotum

Býflugnabóndinn Mark Hohn frá Seattle í Bandaríkjunum tók eftir því á dögunum, þegar hann snéri heim úr fríi, að býflugur sem hann átti voru ýmist dauðar eða flugu tilviljanakennt um, eins og þær væru einhverskonar uppvakningar. Og líkingin á rétt á sér, ekki síst þar sem umræddar býflugur voru sýktar af dularfullum sjúkdómi sem draga þær með kvalarfullum hætti til dauða að lokum. Þetta veldur því að lokum að allar fullorðnar býflugur í býflugnabúum drepast að lokum.

Erlent

Tveir ákærðir fyrir hlandhneyksli í Afganistan

Tveir hermenn í bandaríska hernum hafa verið ákærðir fyrir að kasta þvagi á lík hermanna Talibana í Afganistan á síðasta ári en myndir birtust af atvikinu í kjölfarið og myndband á Youtube. Málið vakti gríðarlega reiði í Mið-Austurlöndum á sínum tíma enda virðingarleysið algjört.

Erlent

Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun

Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag.

Erlent

Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna

Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi.

Erlent

Obama fær byr undir vængina

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur.

Erlent

Schwarzenegger viðurkennir syndir sínar

Daginn eftir að Arnold Schwarzenegger lét af embætti ríkisstjóra í Kaliforníu, eða 4. janúar í fyrra, viðurkenndi hann fyrir Mariu Shriver, eiginkonu sinni, að húsfreyja þeirra hjóna hefði alið barn hans. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Schwarzeneggers sem kemur út í næsta mánuði.

Erlent