Erlent

Sun Myung Moon er látinn

Sun Myung Moon leiðtogi Einingarkirkjunnar í Suður Kóreu er látinn 92 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga.

Erlent

Ekki verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju

Ekki er verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, segir lögfræðimenntaður stjórnlagaráðsmaður. Ef meirihluti kjósenda vill ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá, þýðir það einfaldlega að kirkjan missir stjórnarskrárvernd sína.

Erlent

Fá að snúa aftur heim

Um fjögur þúsund íbuar í bænum Marbella á Costa Del Sol, sem flúðu heimili sín vegna mikilla skógarelda í síðustu viku, hafa nú snúið aftur til síns heima. Slökkviliðsmenn náðu töku um á eldinum í gær en eldur logaði á tólf kílómetrasvæði. Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu undanfarnar vikur og hefur hitinn verið gríðarlega. Um fjögur hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með flugvélum og þyrlum síðustu vikur.

Erlent

Ákærurnar felldar niður

Saksóknarar í Suður-Afríku hafa fellt niður ákærur á hendur tvö hundruð og sjötíu námuverkamönnum í landinu. Mennirnir voru ákærðir á dögunum fyrir að bera ábyrgð á dauða þrjátíu og fjögurra samstarfsfélaga sinna sem lögreglan skaut til bana um miðjan mánuðinn.

Erlent

Það gerist varla krúttlegra - tvíburar slá í gegn á netinu

Þessi ellefu mánaða gömlu tvíburar eru aðeins of krúttlegir. Myndskeið af þeim dansa við gítarspila föður síns tröllríður nú internetinu. Yfir sjö milljónir hafa horft á þá á tæplega mánuði. Sjón er sögu ríkari, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði.

Erlent

Engin mótmæli vegna Ísaks

Vegna fellibylsins Ísaks urðu mótmælin sem skipulögð voru fyrir utan landsþing Repúblikanaflokksins í Tampa í Flórída aldrei að veruleika. Á landsþingi Demókrataflokksins í Charlotte sem hefst í þessari viku er hins vegar búist við miklum mótmælum.

Erlent

Bílsprengja í Damaskus

Fimmtán létust þegar bílsprengja sprakk í nágrenni við palestínskar flóttamannabúðir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, seint í gærkvöldi. Nokkrir eru særðir eftir sprenginguna en hún olli miklum skemmdum á byggingum. Ríkisfréttastöð landsins segir vopnaða hryðjuverkamenn hafa verið að verki og vísar þar til andstæðinga Bashar Assad Sýrlandsforseta.

Erlent

Harður árekstur strætisvagna

Að minnsta kosti tuttugu og níu létust þegar tveir strætisvagnar skullu saman á þjóðvegi í norðausturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Eldur kom upp í strætisvögnunum og brunnu margir farþeganna inni. Þjóðvegir í Nígeríu eru á meðal þeirra hættulegustu í heimi, samkvæmt alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Lögreglan rannsakar nú áreksturinn, en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á alla þá látnu.

Erlent

Handtekin fjórum sinnum eftir að hafa hlustað á AC/DC

Bandarísk kona var handtekin fjórum sinnum á rúmlega sólarhring eftir að mikill hávaði barst frá íbúð hennar í bænum Epping í New Hampshire á dögunum. Það var ekki vegna partýhalda sem lögreglan var kölluð á heimili hennar heldur var konan, sem heitir Joyce Coffey, að hlusta á lagið Highway To Hell með hljómsveitinni AC/DC í öll skiptin. Eftir þrjár heimsóknir handtók lögreglan hana en sleppti henni fljótlega. Stuttu síðar barst tilkynning um að nú væru lög með hljómsveitinni Guns N' Roses byrjuð að hljóma. Hún var svo handtekin eftir að frændi hennar reyndi að nálgast eigur sínar í íbúðinni en var laminn með pönnu í höfuðið. Hún var þá handtekin. Coffey ku hafa verið undir áhrifum áfengis. Dómari ráðlagði henni að nota heyrnatól næst þegar hún hlustaði á rokkið. Málið hennar verður tekið fyrir 15. október næstkomandi.

Erlent

Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London

"Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt,“ sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga.

Erlent

25 milljónir manna án atvinnu

Atvinnuleysi eykst lítillega í ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins. Rúmlega 25 milljónir manna voru án atvinnu í júlí.

Erlent

Flóðbylgjuviðvörun dregin til baka

Flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út vegna jarðskjálftans við Filippseyjar hefur verið dregin til baka. Skjálftinn var 7,6 stig og vakti ótta um að flóðbylgja myndi skella á löndunum í kring.

Erlent

Enn geisa skógareldar á Spáni

Miklir skógareldar geisa á suður Spáni. Eldhafið nálgast nú ferðamannastaðinn Marbella á Costa del Sol og hafa þúsundir heimamanna og ferðamanna verið fluttir á brott.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti við Filippseyjar - Flóðbylgjuviðvörun gefin út

Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Filippseyja fyrir stuttu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðfræðistofnuninni var skjálftinn 7.9 stig. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir Papúa Nýju-Gíneu og fleiri Kyrrahafslönd. Upptök skjálftans voru á rúmlega þrjátíu kílómetra dýpi.

Erlent

Skotárás í New Jersey - þrír látnir

Þrír létust í skotárás í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Fregnir af málinu eru enn óljósar. Yfirvöld í borginni hafa staðfest að árásin átti sér stað í stórmarkaði.

Erlent

Húsleit gerð vegna hvarfs Sigrid Schjetne

Lögreglan gerði í morgun húsleit hjá 29 ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa gefið falskan vitnisburð hjá lögreglunni við rannsókn á hvarfi Sigrid Schjetne, ungri stúlku sem hvarf í ágúst.

Erlent

Mannlaust á tunglinu í 40 ár

Neil Armstrong féll frá fyrir skemmstu en með risastökki sínu árið 1969 var hann í fararbroddi brautryðjenda NASA sem stigu fyrstir fæti á yfirborð tunglsins. Enginn hefur hins vegar komið á tunglið frá árslokum 1972.

Erlent