Erlent

Boðar umfangsmiklar breytingar á skotvopnalöggjöfinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus hjá.
Barack Obama ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus hjá. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag frumvarp um umfangsmestu breytingar á skotvopnalöggjöf sem ráðist hefur verið í á tveimur áratugum. Segja má að með því hafi hann sagt talsmönnum frjálsrar löggjafar stríð á hendur.

Hann kallaði eftir þvi að bannað yrði að selja árásarvopn og stór skothylki og meira eftirliti með kaupendum skotvopna. Hann undirritaði líka 23 liða reglugerð sem hann þarf ekki að biðja öldungadeild Bandaríkjaþings um samþykki fyrir til að ýta þeim úr vör.

Í síðasta mánuði varð skotárás í Connecticut í Bandaríkjunum, þar sem 20 ung börn létust og sex kennarar. Með það atvik í huga, sagði Barack Obama í dag, að breytingar á skotvopnalöggjöfinni þyldu enga bið.

Obama kynnti drög að nýja frumvarpinu í Hvíta húsinu í dag, umkringdur börnum sem höfðu skrifaði honum bréf eftir skotárásina í Newtown, til þess að krefjast að eitthvað yrði gert í málinu.

Nánar er greint frá þessu á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×