Fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02 „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56 Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Innlent 5.9.2025 11:48 Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5.9.2025 11:44 Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem varar við aukinni ógn af völdum ólöglegra megrunarlyfja. Innlent 5.9.2025 11:36 Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. Erlent 5.9.2025 11:28 Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Erlent 5.9.2025 11:06 Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5.9.2025 10:58 Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Erlent 5.9.2025 10:50 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. Erlent 5.9.2025 10:17 Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í. Innlent 5.9.2025 10:10 Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu. Innlent 5.9.2025 09:33 „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi. Innlent 5.9.2025 09:02 Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Innlent 5.9.2025 08:54 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018. Innlent 5.9.2025 08:49 Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10 Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5.9.2025 08:07 Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. Erlent 5.9.2025 07:22 Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5.9.2025 07:18 Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægum vindi í dag, en norðaustan strekkingi á norðanverðum Vestfjörðum. Veður 5.9.2025 07:12 Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu. Erlent 5.9.2025 06:36 Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Innlent 5.9.2025 06:23 Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. Erlent 4.9.2025 23:59 „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41 Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. Innlent 4.9.2025 23:21 Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4.9.2025 23:02 Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. Innlent 4.9.2025 21:47 Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 4.9.2025 21:16 Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Innlent 4.9.2025 21:02 „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02
„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56
Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Innlent 5.9.2025 11:48
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5.9.2025 11:44
Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem varar við aukinni ógn af völdum ólöglegra megrunarlyfja. Innlent 5.9.2025 11:36
Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. Erlent 5.9.2025 11:28
Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Erlent 5.9.2025 11:06
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5.9.2025 10:58
Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Erlent 5.9.2025 10:50
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. Erlent 5.9.2025 10:17
Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í. Innlent 5.9.2025 10:10
Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu. Innlent 5.9.2025 09:33
„Það kemur að því að við lendum í veseni“ Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi. Innlent 5.9.2025 09:02
Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Innlent 5.9.2025 08:54
252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018. Innlent 5.9.2025 08:49
Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10
Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5.9.2025 08:07
Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. Erlent 5.9.2025 07:22
Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5.9.2025 07:18
Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægum vindi í dag, en norðaustan strekkingi á norðanverðum Vestfjörðum. Veður 5.9.2025 07:12
Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu. Erlent 5.9.2025 06:36
Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Innlent 5.9.2025 06:23
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. Erlent 4.9.2025 23:59
„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41
Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. Innlent 4.9.2025 23:21
Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4.9.2025 23:02
Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. Innlent 4.9.2025 21:47
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 4.9.2025 21:16
Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Innlent 4.9.2025 21:02
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39