Fréttir

Reynt að siga lög­reglu á vitni í málinu gegn Trump

Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York.

Erlent

SA og SSF skrifuðu undir lang­tíma­kjara­samning

Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. 

Innlent

Fundu hlerunarbúnað í fundar­her­bergi ráð­herra

Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir.

Erlent

„Skítkastið var ó­geðs­legt“

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær.

Innlent

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent

Vilja tryggja öryggi starfs­fólks í vega­vinnu

Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði.

Innlent

Stillir við­tækið á alheimsdögunina

Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar.

Innlent

Ferðamannastaðir Fær­eyja lokaðir vegna við­halds

Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í.

Erlent

Bein út­sending: Starliner ber geim­fara til geimstöðvarinnar

Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli.

Erlent

Al­þjóða­nemar neyðist til að vinna svart á Ís­landi

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun.

Innlent

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent

Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking

Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út.

Innlent