Fréttir

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Innlent

Hvar er Khamenei?

„Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei.

Erlent

Búast má við tölu­verðum dembum

Lægð skammt suður af landinu stýrir veðrinu og hún kemur inn á land í dag. Austan gola eða kaldi verður um mest allt land og rigning eða súld suðustanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Sums staðar eru líkur á talsverðum dembum.

Veður

Veik stofnun skaði fjár­hag ríkis­sjóðs

Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild.

Innlent

Segist funda með ráða­mönnum Íran í næstu viku

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 

Erlent

„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“

Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í  atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram.

Innlent

Krist­rún missti af fundi með Selenskí

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands.

Erlent

Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 

Erlent

Bíll valt í Kópa­vogi

Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Innlent

Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eigna­upp­töku

Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar.

Innlent

Komu sex­tán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu

Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið.

Innlent