Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Moldóvu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén situr fyrir svörum.
Erik Hamrén situr fyrir svörum. vísir/vilhelm
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 á morgun.

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu þar fyrir svörum en framundan er heimaleikur sem verður að vinnast ætli íslenska landsliðið sér að komast á Evrópumótið næsta sumar.

Hamrén var spurður út í Kolbein Sigþórsson og leikæfingu lykilmanna og Aron Einar Gunnarsson sagði meðal annars frá fyrstu vikum sínum sem atvinnumaður í Katar.

Úttsendingu frá blaðamannafundinum má sjá hér fyrir neðan en hér má einnig finna beina textalýsingu blaðamanns frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×