Fótbolti

Frederik semur við SønderjyskE til ársloka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frederik hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn á þessu ári.
Frederik hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn á þessu ári. vísir/vilhelm
Markvörðurinn Frederik Schram er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins SønderjyskE. Samningurinn gildir til loka þessa árs.

SønderjyskE fékk Frederik til sín vegna meiðsla Nikola Mirkovic. Auk þeirra eru markverðirnir Sebastian Mielitz og Oliver Saundry hjá félaginu.

Frederik lék síðast með Roskilde í dönsku B-deildinni en hann var þrjú ár í herbúðum liðsins. Þar áður var hann á mála hjá Vestsjælland.

Frederik, sem er 24 ára, hefur leikið fimm leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hann var í HM-hópi Íslands í Rússlandi í fyrra.

Hjá SønderjyskE hittir Frederik fyrir Eggert Gunnþór Jónsson. Keflvíkingurinn gengur einnig í raðir félagsins seinna í sumar.

SønderjyskE mætir Randers í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×