Aftur tryggja Frakkar sér öll stigin í blálokin | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 20:45 Frakkar urðu í kvöld fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Gestgjafarnir unnu þá 2-0 sigur á Albönum en líkt og í sigrinum í fyrsta leiknum á móti Rúmenum þá skoraði franska liðið úrslitamörkin í lokin. Frakkar hafa sex stig eftir tvo leiki og eru öryggir með annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir mæta Svisslendingum í lokaleiknum sem verður úrslitaleikur um efsta sætið. Frakkarnir í stúkunni voru farnir að örvænta þegar ekkert gekk að skora ein franska liðið skilaði mörkunum í blálokin. Að þessu sinni var það varamaðurinn Antoine Griezmann sem var hetjan en hann skoraði fyrra mark franska liðsins á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adil Raml. Það var síðan Dimitri Payet sem skoraði seinna markið og er það hans annað mark á mótinu. Albanir eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti eins og við Íslendingar og það var farið að líta út fyrir að þeir væru að ná í sitt fyrsta stig. Franska liðið var í stórsókn nær allan seinni hálfleikinn og það hlaut bara eitthvað að láta undan. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, henti þeim Paul Pogba og Antoine Griezmann út úr byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum á móti Rúmenum. Það hafði þó ekki nóg góð áhrif og þeir voru komnir inná í seinni hálfleik. Annar þeirra, Antoine Griezmann, átti síðan eftir að verða hetja franska liðsins í leiknum.Hann skoraði langþráð mark og við það misstu Albanir dampinn eftir að hafa gefið allt sitt í leikinn.Tvö mörk á lokamínútunum! Griezmann og Payet! 2-0 fyrir Frakklandi gegn Albaníu. #EMÍsland pic.twitter.com/exaNVFXiTu— Síminn (@siminn) June 15, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 3-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Frakkar urðu í kvöld fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Gestgjafarnir unnu þá 2-0 sigur á Albönum en líkt og í sigrinum í fyrsta leiknum á móti Rúmenum þá skoraði franska liðið úrslitamörkin í lokin. Frakkar hafa sex stig eftir tvo leiki og eru öryggir með annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir mæta Svisslendingum í lokaleiknum sem verður úrslitaleikur um efsta sætið. Frakkarnir í stúkunni voru farnir að örvænta þegar ekkert gekk að skora ein franska liðið skilaði mörkunum í blálokin. Að þessu sinni var það varamaðurinn Antoine Griezmann sem var hetjan en hann skoraði fyrra mark franska liðsins á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adil Raml. Það var síðan Dimitri Payet sem skoraði seinna markið og er það hans annað mark á mótinu. Albanir eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti eins og við Íslendingar og það var farið að líta út fyrir að þeir væru að ná í sitt fyrsta stig. Franska liðið var í stórsókn nær allan seinni hálfleikinn og það hlaut bara eitthvað að láta undan. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, henti þeim Paul Pogba og Antoine Griezmann út úr byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum á móti Rúmenum. Það hafði þó ekki nóg góð áhrif og þeir voru komnir inná í seinni hálfleik. Annar þeirra, Antoine Griezmann, átti síðan eftir að verða hetja franska liðsins í leiknum.Hann skoraði langþráð mark og við það misstu Albanir dampinn eftir að hafa gefið allt sitt í leikinn.Tvö mörk á lokamínútunum! Griezmann og Payet! 2-0 fyrir Frakklandi gegn Albaníu. #EMÍsland pic.twitter.com/exaNVFXiTu— Síminn (@siminn) June 15, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 3-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira