Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍA - Breiðablik 1 - 2 | 16 ára Bliki skaut þeim í átta liða úrslitin Tryggvi Páll Tryggvason á Norðurálsvellinum skrifar 9. júní 2016 21:45 Jonathan Glenn komst á blað í kvöld. vísir/eyþór Blikar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins eftir dramatískan sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. Framlengja þurfti til knýja fram úrslit. Blikar byrjuðu af krafti og voru komnir yfir eftir fimm mínútna leik þegar Jonathan Glenn skoraði sitt fyrsta mark í sumar, án efa langþráð. ÍA vann sig þó aftur inn í leikinn og Ármann Smári Björnsson jafnaði á 59. mínútu af miklu harðfylgi með skalla eftir aukaspyrnu. Leikurinn var í járnum lengst af og því við hæfi að framlengja þyrfti. Þar var hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson sem var hetja Blika en hann skoraði sigurmarkið á 109. mínútu, sitt annað mark í þremur leikjum. Blikar eru því komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins.Af hverju vann BreiðablikLeikurinn var í járnum mest allan leikinn en þó af þeirri ástæðu að Blikar nýttu ekki sín færi í fyrri hálfleik. Þeir komust yfir snemma leiks og hefðu í raun geta stungið af. Þeir hleyptu þá Skagamönnum aftur inn í leikinn og tókst þeim að jafna af miklu harðfylgi í síðari hálfleik. Eftir það hefði leikurinn getað fallið hvoru megin sem er enda fengu bæði lið fín færi til þess að tryggja sér sigurinn á lokasprettinum. Það er við hæfi að framlengingu hafi þurft til þess að knýja fram úrslit og þar voru Blikar örlítið seigari og ferskar lappir hins 16 ára gamla Ágústs Eðvalds Hlynssonar tryggði Blikum sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins.Hvað gekk vel?Sóknarleikur liðanna gekk að mörgu leyti vel og líklega var þetta einn besti leikur Skagamanna á tímabilinu, að minnsta kosti sóknarlega. Þeir sköpuðu sér fín færi og hefðu vel getað skorað fleiri mörk en þetta eina og tryggt sér smá bikarævintýri á annars erfiðu tímabili. Innkoma Ágústs Eðvalds var svo afar vel heppnuð en hann kom inn á með gríðarlega ferskar lappir og var skeinuhættur. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar hann var á réttum tíma á réttum stað í framlengingunni. Hann hefur nú komið inn á í þremur leikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk og ljóst er að þar er Arnar Grétarsson með mikið efni í höndunum.Hvað gekk illa?Þrátt fyrir góðan sóknarleik var færanýtingin ekki upp á sitt besta. Liðin bæði komust oft á tíðum í afar vænleg færi en Gunnleifur og Árni Snær voru vel vakandi í mörkum liðanna og þá voru varnarmenn liðanna oftar en einu sinni mættir á varnarlínuna til þess að bjarga marki. Að öðru leyti heldur ólukka Skagamanna áfram og hlutirnir virðast ekki falla með þeim. Í síðasta leik duttu vafasamar ákvarðanir dómara ekki með þeim og nú fengu þeir blauta tusku í andlitið þegar sigurmarkið kom í framlengingunni.Hvað gerist næst?Blikar fara áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður næstkomandi mánudag. Skagamenn þurfa hins vegar að sætta sig við það að detta út en geta þá að sama skapi einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli.Arnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/antonArnar Grétars: Ágúst er ekki hér vegna þess að hann er ungur, hann er hér vegna þess að hann er góður Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, var kátur með að hafa komist áfram í kvöld en telur að lið sitt hefði átt að vera löngu búið að klára leikinn áður en grípa þurfti til framlengingar. „Við gerum þetta mjög erfitt fyrir okkur og fáum aragrúa af færum. Við erum miklu betra liðið í allt kvöld. Ég held að betra liðið hafi farið áfram hér í kvöld,“ segir Arnar sem telur að ÍA hefði vel getað stolið sigrinum. „Það er áhyggjumál hvað tekur langan tíma að skora. ÍA er með góðan mannskap og vel skipulagðir og mjög skeinuhættir fram á við. Við áttum í hættu að fá þá í bakið okkar því að ef menn eru ekki að nýta færi getur lið eins og ÍA alltaf komið og skorað.“ Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði frábært mark og var hetja kvöldsins. Arnar segir að hann hafi fyllilega verðskuldað þær mínútur sem hann er að fá með Blikum. „Hann er ekki hérna vegna þess að hann er ungur, hann er hérna vegna þess að hann er góður. Hann sannaði það í dag að hann á rétt á því að fá þessar mínútur. Menn þurfa að vinna fyrir því að spila og hann hefur svo sannarlega gert það. Hann stóð sig frábærlega á öllum sviðum,“ segir Arnar sem vil lyfta bikarnum í fyrsta sinn síðan 2009. „Ég held að við tökum bara einn leik í einu en það væri virkilega gaman að fara alla leið.“Gunnlaugur Jóns: Alveg viss um að við gætum klárað þetta Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA var að mörgu leyti sáttur við frammistöðu sinna manna sem voru óheppnir í kvöld að landa ekki sigrinum en þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar í kvöld. „Það var margt mjög jákvætt í dag og fengum góð svör við mörgum hlutum. Það komu ungir strákar inn sem komu mjög vel inn og ég var alveg viss um að við gætum klárað þetta miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ segir Gunnlaugur. Gerði hann fjórar breytingar á liði sínu og inn komu strákar á aldrinum 17-20 ára. Gunnlaugur segir að þjálfarateymið hafi ákveðið að nýta tækifærið og sjá hvernig liðið myndi bregðast við. „Það eru vissulega ákveðin meiðsli en við ákváðum að gá hvort að þessi hollning myndi virka og við fengum fína svörun við því. Nú kemur smá hlé og það verða allir á tánum í næsta leik.“ Skagamenn voru öflugir og var sóknarleikur þeirra á köflum góður sem vantað hefur upp á í sumar. Gunnlaugur segir að nú geti liðið byggt á þessu en gengið hefur ekki verið gott það sem af er sumri. „Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við að skapa færi og meira að segja í uppbótaríma. Það var margt virkilega jákvætt og það er klárlega hægt að byggja á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Blikar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins eftir dramatískan sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. Framlengja þurfti til knýja fram úrslit. Blikar byrjuðu af krafti og voru komnir yfir eftir fimm mínútna leik þegar Jonathan Glenn skoraði sitt fyrsta mark í sumar, án efa langþráð. ÍA vann sig þó aftur inn í leikinn og Ármann Smári Björnsson jafnaði á 59. mínútu af miklu harðfylgi með skalla eftir aukaspyrnu. Leikurinn var í járnum lengst af og því við hæfi að framlengja þyrfti. Þar var hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson sem var hetja Blika en hann skoraði sigurmarkið á 109. mínútu, sitt annað mark í þremur leikjum. Blikar eru því komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins.Af hverju vann BreiðablikLeikurinn var í járnum mest allan leikinn en þó af þeirri ástæðu að Blikar nýttu ekki sín færi í fyrri hálfleik. Þeir komust yfir snemma leiks og hefðu í raun geta stungið af. Þeir hleyptu þá Skagamönnum aftur inn í leikinn og tókst þeim að jafna af miklu harðfylgi í síðari hálfleik. Eftir það hefði leikurinn getað fallið hvoru megin sem er enda fengu bæði lið fín færi til þess að tryggja sér sigurinn á lokasprettinum. Það er við hæfi að framlengingu hafi þurft til þess að knýja fram úrslit og þar voru Blikar örlítið seigari og ferskar lappir hins 16 ára gamla Ágústs Eðvalds Hlynssonar tryggði Blikum sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins.Hvað gekk vel?Sóknarleikur liðanna gekk að mörgu leyti vel og líklega var þetta einn besti leikur Skagamanna á tímabilinu, að minnsta kosti sóknarlega. Þeir sköpuðu sér fín færi og hefðu vel getað skorað fleiri mörk en þetta eina og tryggt sér smá bikarævintýri á annars erfiðu tímabili. Innkoma Ágústs Eðvalds var svo afar vel heppnuð en hann kom inn á með gríðarlega ferskar lappir og var skeinuhættur. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar hann var á réttum tíma á réttum stað í framlengingunni. Hann hefur nú komið inn á í þremur leikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk og ljóst er að þar er Arnar Grétarsson með mikið efni í höndunum.Hvað gekk illa?Þrátt fyrir góðan sóknarleik var færanýtingin ekki upp á sitt besta. Liðin bæði komust oft á tíðum í afar vænleg færi en Gunnleifur og Árni Snær voru vel vakandi í mörkum liðanna og þá voru varnarmenn liðanna oftar en einu sinni mættir á varnarlínuna til þess að bjarga marki. Að öðru leyti heldur ólukka Skagamanna áfram og hlutirnir virðast ekki falla með þeim. Í síðasta leik duttu vafasamar ákvarðanir dómara ekki með þeim og nú fengu þeir blauta tusku í andlitið þegar sigurmarkið kom í framlengingunni.Hvað gerist næst?Blikar fara áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður næstkomandi mánudag. Skagamenn þurfa hins vegar að sætta sig við það að detta út en geta þá að sama skapi einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli.Arnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/antonArnar Grétars: Ágúst er ekki hér vegna þess að hann er ungur, hann er hér vegna þess að hann er góður Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, var kátur með að hafa komist áfram í kvöld en telur að lið sitt hefði átt að vera löngu búið að klára leikinn áður en grípa þurfti til framlengingar. „Við gerum þetta mjög erfitt fyrir okkur og fáum aragrúa af færum. Við erum miklu betra liðið í allt kvöld. Ég held að betra liðið hafi farið áfram hér í kvöld,“ segir Arnar sem telur að ÍA hefði vel getað stolið sigrinum. „Það er áhyggjumál hvað tekur langan tíma að skora. ÍA er með góðan mannskap og vel skipulagðir og mjög skeinuhættir fram á við. Við áttum í hættu að fá þá í bakið okkar því að ef menn eru ekki að nýta færi getur lið eins og ÍA alltaf komið og skorað.“ Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði frábært mark og var hetja kvöldsins. Arnar segir að hann hafi fyllilega verðskuldað þær mínútur sem hann er að fá með Blikum. „Hann er ekki hérna vegna þess að hann er ungur, hann er hérna vegna þess að hann er góður. Hann sannaði það í dag að hann á rétt á því að fá þessar mínútur. Menn þurfa að vinna fyrir því að spila og hann hefur svo sannarlega gert það. Hann stóð sig frábærlega á öllum sviðum,“ segir Arnar sem vil lyfta bikarnum í fyrsta sinn síðan 2009. „Ég held að við tökum bara einn leik í einu en það væri virkilega gaman að fara alla leið.“Gunnlaugur Jóns: Alveg viss um að við gætum klárað þetta Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA var að mörgu leyti sáttur við frammistöðu sinna manna sem voru óheppnir í kvöld að landa ekki sigrinum en þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar í kvöld. „Það var margt mjög jákvætt í dag og fengum góð svör við mörgum hlutum. Það komu ungir strákar inn sem komu mjög vel inn og ég var alveg viss um að við gætum klárað þetta miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ segir Gunnlaugur. Gerði hann fjórar breytingar á liði sínu og inn komu strákar á aldrinum 17-20 ára. Gunnlaugur segir að þjálfarateymið hafi ákveðið að nýta tækifærið og sjá hvernig liðið myndi bregðast við. „Það eru vissulega ákveðin meiðsli en við ákváðum að gá hvort að þessi hollning myndi virka og við fengum fína svörun við því. Nú kemur smá hlé og það verða allir á tánum í næsta leik.“ Skagamenn voru öflugir og var sóknarleikur þeirra á köflum góður sem vantað hefur upp á í sumar. Gunnlaugur segir að nú geti liðið byggt á þessu en gengið hefur ekki verið gott það sem af er sumri. „Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við að skapa færi og meira að segja í uppbótaríma. Það var margt virkilega jákvætt og það er klárlega hægt að byggja á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira