Jeb Bush í vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2015 08:45 Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fiorina. Vísir/AFP Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira