Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 26. júlí 2015 00:01 Michael Præst í baráttunni í dag. Vísir/Valli Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Stjörnunnar í deildinni í allt sumar. Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Þórhallur Kári Knútsson skoraði eitt mark undir lok leiksins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og voru með ágæt tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru ekki nægilega rólegir í sínum aðgerðum og mátti sjá smá taugatitring í þeirra herbúðum. Daninn Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleiknum og fóru þeir bláu með 2-0 forskot til búningsherbergja.+ Stjarnan var oft á tíðum að spila virkilega góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum og Eyjamenn réðu stundum ekkert við þá. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrr og náðu Eyjamenn aldrei að skapa sér hættuleg færi til þess að komast inn í leikinn. Þvert á móti var líklegra að Stjarnan myndi bæta við fleiri mörkum. Það gerðist síðan í uppbótartíma þegar Þórhallur Kári Knútsson skoraði lokamark leiksins eftir laglegt spil heimamanna. Stjörnumenn eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig en ÍBV í því næst neðsta með 11 stig. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku hjá ÍBV í undanförnum leikjum á liðið langt í land. Stjörnumenn eru allir að koma til og fyrsti heimasigur liðsins gæti kveikt á vélinni. Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnarGunnar Heiðar er kominn heim úr atvinnumennskunni. Hann lék síðast með ÍBV árið 2004.vísir/getty„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“ Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn. „Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum. Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir 11 ár í atvinnumennsku og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“ Rúnar Páll: Markmiðið er ennþá að vinna þessa deildRúnar Páll Sigmundsson„Þetta var virkilega kærkominn sigur hjá okkur,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og bætir því við að liðið hafi spilað virkilega vel í kvöld. „Þetta var ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina og ná loksins í þennan fyrsta heimasigur. Það var mikill kraftur í okkur og við erum með tvo mjög vinnusama framherja sem er erfitt að ráða við.“ Rúnar segir að það hafi skipt mestu máli að halda markinu hreinu í kvöld. „Við skorum þrjú lagleg mörk og hefðum alveg getað skorað fleiri,“ segir Rúnar en Stjarnan er með 19 stig í deildinni. „Við erum ekkert að pæla mikið í stöðu okkar í deildinni, vonandi gengur okkur vel í næsta leik og síðan tökum við bara stöðuna þegar mótinu er lokið. Markmiðið hefur alltaf verið að vinna þessa deild og við erum aðeins fyrir aftan toppliðin, en þetta er ekkert búið og það er fullt af leikjum eftir.“ Jeppa: Man ekki hvenær ég skoraði síðastJeppe.„Við erum virkilega ánægðir með fyrsta heimasigurinn, loksins,“ segir Jeppe Hansen, markaskorari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn hér en af einhverjum ástæðum höfum við ekki náð í sigur á heimavelli.“ Jeppe segir að mikill stígandi hafi verið í leik Stjörnumanna undanfarna vikur. „Við erum farnir að skapa fullt af tækifærum í okkar leikjum og það er að skila sér. Loksins skoraði ég og ég man varla hvenær ég skoraði síðast,“ segir Jeppa kátur að lokum. Ásmundur: Vorum óskipulagðir og gáfum þeim of mikið plássÁsmundur Arnarson er núna þjálfari ÍBV.vísir/daníel„Við erum hundóánægðir með þennan leik og komum inn í fyrri hálfleikinn óskipulagðir og gáfum þeim allt og mikið pláss,“ segir Ásmundur Arnarson, nýráðinn þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það vantaði það vinnuframlag sem menn hafa sýnt í undanförnum leikjum. Við náðum að skipuleggja okkur aðeins í hálfleik og síðari hálfleikurinn var aðeins betri og það vantaði á köflum herslumuninn til þess að ná inn marki og opna þennan leik.“ Ásmundur segist hafa náð mjög stuttum tíma með liðinu fyrir þennan leik. „Hér eru sömu aðstoðarmenn til staðar og liðið hefur verið að ná ágætis úrslitum í undanförnum leikjum og því var ég ekki að breyta miklu fyrir þennan leik.“Jeppe Hansen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna: Jeppe Hansen skoraði öðru sinni á 35. mínútu: Þórhallur Kári Knútsson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Stjörnunnar í deildinni í allt sumar. Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Þórhallur Kári Knútsson skoraði eitt mark undir lok leiksins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og voru með ágæt tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru ekki nægilega rólegir í sínum aðgerðum og mátti sjá smá taugatitring í þeirra herbúðum. Daninn Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleiknum og fóru þeir bláu með 2-0 forskot til búningsherbergja.+ Stjarnan var oft á tíðum að spila virkilega góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum og Eyjamenn réðu stundum ekkert við þá. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrr og náðu Eyjamenn aldrei að skapa sér hættuleg færi til þess að komast inn í leikinn. Þvert á móti var líklegra að Stjarnan myndi bæta við fleiri mörkum. Það gerðist síðan í uppbótartíma þegar Þórhallur Kári Knútsson skoraði lokamark leiksins eftir laglegt spil heimamanna. Stjörnumenn eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig en ÍBV í því næst neðsta með 11 stig. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku hjá ÍBV í undanförnum leikjum á liðið langt í land. Stjörnumenn eru allir að koma til og fyrsti heimasigur liðsins gæti kveikt á vélinni. Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnarGunnar Heiðar er kominn heim úr atvinnumennskunni. Hann lék síðast með ÍBV árið 2004.vísir/getty„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“ Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn. „Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum. Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir 11 ár í atvinnumennsku og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“ Rúnar Páll: Markmiðið er ennþá að vinna þessa deildRúnar Páll Sigmundsson„Þetta var virkilega kærkominn sigur hjá okkur,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og bætir því við að liðið hafi spilað virkilega vel í kvöld. „Þetta var ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina og ná loksins í þennan fyrsta heimasigur. Það var mikill kraftur í okkur og við erum með tvo mjög vinnusama framherja sem er erfitt að ráða við.“ Rúnar segir að það hafi skipt mestu máli að halda markinu hreinu í kvöld. „Við skorum þrjú lagleg mörk og hefðum alveg getað skorað fleiri,“ segir Rúnar en Stjarnan er með 19 stig í deildinni. „Við erum ekkert að pæla mikið í stöðu okkar í deildinni, vonandi gengur okkur vel í næsta leik og síðan tökum við bara stöðuna þegar mótinu er lokið. Markmiðið hefur alltaf verið að vinna þessa deild og við erum aðeins fyrir aftan toppliðin, en þetta er ekkert búið og það er fullt af leikjum eftir.“ Jeppa: Man ekki hvenær ég skoraði síðastJeppe.„Við erum virkilega ánægðir með fyrsta heimasigurinn, loksins,“ segir Jeppe Hansen, markaskorari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn hér en af einhverjum ástæðum höfum við ekki náð í sigur á heimavelli.“ Jeppe segir að mikill stígandi hafi verið í leik Stjörnumanna undanfarna vikur. „Við erum farnir að skapa fullt af tækifærum í okkar leikjum og það er að skila sér. Loksins skoraði ég og ég man varla hvenær ég skoraði síðast,“ segir Jeppa kátur að lokum. Ásmundur: Vorum óskipulagðir og gáfum þeim of mikið plássÁsmundur Arnarson er núna þjálfari ÍBV.vísir/daníel„Við erum hundóánægðir með þennan leik og komum inn í fyrri hálfleikinn óskipulagðir og gáfum þeim allt og mikið pláss,“ segir Ásmundur Arnarson, nýráðinn þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það vantaði það vinnuframlag sem menn hafa sýnt í undanförnum leikjum. Við náðum að skipuleggja okkur aðeins í hálfleik og síðari hálfleikurinn var aðeins betri og það vantaði á köflum herslumuninn til þess að ná inn marki og opna þennan leik.“ Ásmundur segist hafa náð mjög stuttum tíma með liðinu fyrir þennan leik. „Hér eru sömu aðstoðarmenn til staðar og liðið hefur verið að ná ágætis úrslitum í undanförnum leikjum og því var ég ekki að breyta miklu fyrir þennan leik.“Jeppe Hansen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna: Jeppe Hansen skoraði öðru sinni á 35. mínútu: Þórhallur Kári Knútsson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira