Draumur og martröð strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 08:00 Strákarnir hafa haft ærna ástæðu til að fagna að undanförnu. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00